Afl Starfsgreinafélag hefur gert samning við OneSystems Ísland ehf um kaup á One mála og skjalakerfunum OneCrm, OneRecords auk ábendinga og kvartanakerfisins OneComplain
Kerfunum er ætlað að hjálpa til við að bæta verulega þjónustu við félagsmenn hjá Afli og efla innri vinnuferla innan verkalýðsfélagsins.
Um AFL Starfsgreinafélag
AFL Starfsgreinafélag er þriðja fjölmennasta verkalýðsfélag landsins í dag . á eftir Eflingu og VR. Stærð félagsins skýrist af víðtækum sameiningum verkalýðsfélaga á Austurlandi síðustu ár og miklum uppgangi í atvinnulífi í fjórðungnum.
• heimasíða AFLs starfsgreinafélag
Hvað er OneComplain?
OneComplain er ábendinga- og kvartanakerfi sem byggir á Microsoft stýrikerfum og vefumhverfi og er viðbót við OneCrm. OneComplain er mjög vel til þess fallið að halda utan um um ábendingar, hugmyndir eða kvartanir frá innri eða ytri viðskiptavinum. OneComplain gerir notendum mögulegt að skrá allar ábendingar/kvartanir á einn stað á staðlaðan hátt. Allar skráningar fara sjálfkrafa í úrvinnsluferli sem fer eftir eðli málsins. Með OneStatistics greiningartólinu er hægt að skoða allar skráningar á marga mismunandi vegu. T.d. eftir skráningaraðila, þjónustuþætti/ástæðu, úrvinnsluaðila o.s.frv. Mikil áhersla er lögð á gefa stjórnendum góða yfirsýn yfir allar skráningar sem tengjast þeirra þjónustusviði. Hægt er að senda sjálfvirkar áminningar til úrlausnaraðila/skráningaraðila eftir ákveðinn tíma ef ekki er búið að loka ábendingu,kvörtun eða hugmynd. Einnig er hægt að flytja tölulegar upplýsingar um skráningar yfir í Excel skjal þar sem hægt er að birta upplýsingarnar í ýmisskonar súlu- og kökuritum.
< Fyrri | Næsta > |
---|