JA cPanel

OneSystems Ísland

OneRecords
OneRecords er málakerfi (Records management) sem gerir fyrirtækjum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. » meira
OnePortalCitizen
OnePortalCitizen gerir sveitarfélögum kleift að veita íbúum þjónustu 24/7 tuttugu og fjóra tíma á sólahring, sjö daga vikunnar. » meira
OneMeeting
OneMeeting er fundabókunarkerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að búa til fundabókanir og senda þær út til fundarmanna á einfaldan hátt. » meira

Þjóðskrá Íslands og OneSystems

Þjóðskrá Íslands festir kaup á nýju skjalastjórnunarkerfi
- Ný kerfi hjá Þjóðskrá Íslands frá OneSystems

Þjóðskrá Íslands hefur gert samkomulag um kaup á kerfum frá One Systems. Nýju kerfin munu leysa af hólmi eldri kerfi m.a. Lotus Notes. Um er að ræða kerfin:

  • OneRecordsOne Records, sem er mála og skjalastjórnunarkerfi sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. Hvert mál hefur ákveðinn líftíma, öryggi, ábyrgðarmann, einkvæmt númer, málaflokkun, málalykil og aðrar upplýsingar sem skipta máli við úrvinnslu málsins. OneRecords málakerfið uppfyllir ýtrustu kröfur Evrópulanda varðandi mála kerfið fyrir opinbera stjórnsýslu. OneSystems þróar One kerfin til að uppfylla Moreq2 kröfur Evrópulanda.
Kerfin byggja á Microsoft stýrikerfum og vef-viðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi og rekjanleika. Helstu kostir One kerfa eru léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann og þægileg vinnsla á móti Microsoft Office.

Þjóðskrá

Húsnæði Þjóðskrár Íslands Borgartúni 21 í Reykjavík.

Um Þjóðskrá

Þjóðskrá Íslands
Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að halda fasteignaskrá, þjóðskrá, ákveða brunabóta- og fasteignamat og annast rannsóknir á fasteignamarkaðinum. Stofnunin sér einnig um rekstur starfs- og upplýsingakerfa fyrir sýslumenn og sveitarfélög og gefur út vegabréf. Þjóðskrá Íslands leggur áherslu á rafræna stjórnsýslu og rekur meðal annars upplýsinga- og þjónustuveituna Ísland.is. Stofnunin heyrir undir innanríkisráðuneyti.
Gildi Þjóðskrár Íslands eru virðing, sköpunargleði og áreiðanleiki. Þjóðskrá Íslands tók við verkefnum Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands eins og þau eru skilgreind samkvæmt lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, lögum um skráningu og mat fasteigna og tengdum lögum. Þjóðskrá hefur verið rekin sem skrifstofa í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu og Fasteignaskrá Íslands er ríkisstofnun. Frumvarp til laga um sameininguna grundvallaðist m.a. á tillögu samráðshóps sem dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, Þjóðskrá og Fasteignaskrá Íslands áttu aðild að.

Helstu verkefni
Þjóðskrá Íslands mun skrá ýmsar upplýsingar um íbúa landsins, til dæmis nöfn manna, lögheimili, hjúskaparstöðu, ríkisfang, fæðingarstað o.fl. Hún skráir einnig fasteignir í landinu og matsfjárhæðir þeirra. Veitt verður þjónusta sem tengist þessum upplýsingum, svo sem útgáfa vottorða, vegabréfa og nafnskírteina, rafrænn aðgangur að þjóðskrá, fasteignaskrá og veðbandayfirlitum fasteigna. Þá verða gefnar reglulega út upplýsingar um fasteignamarkaðinn.

Þjóðskrá
Þjóðskrá geymir upplýsingar um íbúa landsins frá því skráin varð til í lok árs 1952. Helstu skráningarþættir eru nöfn manna, kennitölur þeirra, lögheimili og aðsetur ef við á, hjúskaparstaða, hjá hverjum börn eru skráð, fæðingarstaður og ríkisfang. Þá er haldin sérstök skrá yfir alla sem látast og hafa verið í þjóðskrá og skrá yfir erlenda ríkisborgara sem fá úthlutað kennitölu en eru ekki skráðir með lögheimili hér á landi. Þjóðskrá sér um útgáfu nafnskírteina og vegabréfa en sýslumenn taka við vegabréfaumsóknum hér á landi. Þá eru kjörskrár vegna kosninga til Alþingis, kjörs forseta Íslands og sveitarstjórna gerðar á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá lætur sveitarstjórnum í té. Sama gildir um kosningar til sameiningar sveitarfélaga og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Fasteignaskrá
Kjarni fasteignaskrár eru upplýsingar um lönd og lóðir og hnitsett afmörkun þeirra, mannvirki við þau skeytt og réttindi þeim viðkomandi. Markmiðið er að halda trausta og rétta grunnskrá fasteigna og leiða af henni sérskrár sem stjórnvöld og almenningur hafa þörf fyrir á hverjum tíma. Skráningarkerfið er dreifstýrt og eru upplýsingar um lóðir og mannvirki forskráðar af sveitarfélögum. Þinglýsingastjórar sýslumannsembættanna sjá um þinglýsingar eignaheimilda og annarra skjala.

Fasteignamat
Fasteignamat á að endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar. Fasteignamat allra fasteigna er endurmetið árlega og tilkynnt eigendum í júnímánuði. Nýtt fasteignamat tekur síðan gildi 31. desember ár hvert.

Brunabótamat
Brunabótamat er vátryggingarfjárhæð brunatryggingar. Það tekur til efnislegra verðmæta húseigna sem geta eyðilagst af eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar að öðru leyti. Brunabótamat uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu.

Þjónusta Þjóðskrár Íslands
Þjóðskrá Íslands gefur út ýmis vottorð, s.s. fæðingarvottorð, vottorð um hjúskaparstöðu, sambúðarskráningu, búsetu og staðfestingu á dánardegi og matsvottorð fasteigna. Úr þjóðskrá og fasteignaskrá er miðlað upplýsingum til almennings, fyrirtækja og stjórnsýslu.

vefur Þjóðskrár

Vefur Þjóðskrár á www.skra.is

Fréttayfirlit OneSystems - yfirlit allra frétta

 

Sími þjónustudeildar

Þjónustudeild

Samband
sími: 588 1050
og 588 1060
opið: 9-17 virka daga

TeamViewer hjálp í gegnum netið

Söludeild

Söludeildsími. 660-8551
tölvupóstur:

Umsagnir

"OneSystems býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á þörfum íslenskra sveitarfélaga"
Óðinn Gunnar Óðinsson þróunarstjóri Fljótsdalshéraðs

"Á tímum stöðugra breytinga hafa lausnir OneSystems verið í lykilhlutverki í umhaldi mikilvægra upplýsinga og miðlun þeirra til og frá íbúum og til stjórnenda sveitarfélagsins."

FljótsdalshéraðÓðinn Gunnar Óðinsson,
Þróunarstjóri Fljótsdalshéraðs

OneSystems

OneRecords.png