OneTask - Verkefnastjórnunarkerfi
Hvað er OneProject?
OneProject er verkefnastjórnunarkerfi sem byggir á Microsoft™stýrikerfum og vef-viðmóti og er viðbót við OneCRM. Með OneProject geta verkefnisstjórar sett verkefni á starfsmenn og fylgst með framvindu þess. Hægt er að setja tímamörk og getur stjórnandi auðveldlega séð ef verkefni eru farin að dragast á langinn. Hægt er að senda áminningu á ábyrgðarmann verkefnis ef ástæða þykir til.
Af hverju OneProject?
Nauðsynlegt er að geta haft yfirsjón með þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni. Hægt er að sjá í hvaða stöðu verkefnið er í og auðvelt er að grípa í taumana áður en verkefni fara að dragast á langinn.
- Með OneProject er hægt að sjá yfirlit yfir öll verkefni á einum stað.
- Með OneProject er hægt að sjá hvaða verkefni eru komin yfir á tíma.
- Með OneProject hefur starfsmaður hefur auðveldan aðgang að sínum verkefnum í gegnum “mín verkefni”.
- OneProject tengist við oneCRM þannig að verkefni safnast í samskiptasögu fyrirtækja.
- Hægt að aðgangstýra öllum verkefnum í OneProject.
- Með OneProject er hægt að geyma öll skjöl sem við koma verkefni undir verkefinu sjálfu.
- Auðvelt er að aðlaga og breyta OneProject til að uppfylla þarfir hvers fyrirtækis.
Skoða / sækja PDF skjal
Kröfur:
Biðlari: Windows XPpro/Win7 Internet Explorer 7.0 / 8.0 eða nýrri.
Miðlari: Windows 2003/2008 Vefþjónn eða nýrri, MS SQL 2005/2008 eða nýrri.
< Fyrri | Næsta > |
---|