JA cPanel

OneSystems Ísland

OneRecords
OneRecords er málakerfi (Records management) sem gerir fyrirtækjum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. » meira
OnePortalCitizen
OnePortalCitizen gerir sveitarfélögum kleift að veita íbúum þjónustu 24/7 tuttugu og fjóra tíma á sólahring, sjö daga vikunnar. » meira
OneHelpDesk
OneHelpDesk er kerfi fyrir þjónustuborð sem hjálpar að flýta fyrir upplýsingagjöf og skráningu fyrir íbúa og viðskiptavini. » meira

Sveitarfélagið Árborg skiptir úr Lotus í Microsoft umhverfi

Við undirskrift samnings við Árborg

Frá vinstri: Einar Njálsson bæjarstjóri, Guðlaug Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Helgi Helgason bæjarritari

Haustið 2003 tók Sveitarfélagið Árborg ákvörðun um að einfalda hjá sér rekstarumhverfið og að skipta skjala og málakerfum sínum úr Lotus Notes yfir í Microsoft kerfi. Fyrir valinu urðu kerfi frá OneSystems. Kerfin sem valin voru eru, OneRecords fyrir málavinnsluna, OneMeeting fyrir bókanir funda og nefnda og OneCalendar viðverukerfi.

Eitt af því sem að framkvæma þurfti var að flytja póstkerfi úr Lotus yfir í Microsoft Exchange og sá TRS á Selfossi um þann hluta flutninganna. Einnig þurfti að færa mál og skjöl úr gamla Lotus málakerfinu í nýja OneRecords (Microsoft) málakerfið. Alls voru flutt hátt í 50.000 mál og skjöl og hófust starfsmenn OneSystems handa við flutningana á haustdögum 2003 og lauk þeirri vinnu stuttu síðar.

One kerfin munu einnig samþættast við Landupplýsingakerfi, auk annara gagnagrunna Árborgar. One kerfin gera ekki kröfu um að skjöl séu stofnuð inn í kerfinu, heldur er hægt að stofna skjölin í t.d. Microsoft Word, Excel og flytja þau með auðveldum hætti inn í málakerfið. Kerfin fléttast vel að Microsoft Office, Word, Excel og póstkerfinu Outlook.

Nánari upplýsingar af hálfu Árborgar gefur Guðlaug Sigurðardóttir, Framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Árborgar.

Sunnan 3

Sem dæmi um framsækni Sveitarfélagsins Árborgar í tæknimálum og rafrænni stjórnsýslu þá fjárfesti Árborg einnig í ljósleiðaraneti og svokölluðu .IP. Cisco símkerfi frá Nýherja í samvinnu við TRS og skrifaði nýlega undir samning við Byggðastofnun ásamt Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus um verkefnið .Sunnan 3. sem er margþætt verkefni á sviði upplýsingatækni í þágu íbúanna á svæðinu. Verkefnið mun standa yfir í þrjú ár og gert er ráð fyrir að verkefniskostnaður nemi um 130 milljónum króna. Íbúarnir á svæðinu eru um 10.000 talsins. Sjá nánar frétt úr Morgunblaðinu þess efnis.

Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps eftir almennar kosningar meðal íbúa byggðarlaganna í febrúar 1998. Sameiningin tók formlega gildi í júní sama ár. Íbúafjöldi í Árborg var 6.326 íbúar 1. des 2003.

Fréttayfirlit OneSystems - yfirlit allra frétta

 

Sími þjónustudeildar

Þjónustudeild

Samband
sími: 588 1050
og 588 1060
opið: 9-17 virka daga

TeamViewer hjálp í gegnum netið

Söludeild

Söludeildsími. 660-8551
tölvupóstur:

Umsagnir

"OneSystems býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á þörfum íslenskra sveitarfélaga"
Óðinn Gunnar Óðinsson þróunarstjóri Fljótsdalshéraðs

"Á tímum stöðugra breytinga hafa lausnir OneSystems verið í lykilhlutverki í umhaldi mikilvægra upplýsinga og miðlun þeirra til og frá íbúum og til stjórnenda sveitarfélagsins."

FljótsdalshéraðÓðinn Gunnar Óðinsson,
Þróunarstjóri Fljótsdalshéraðs

OneSystems

OneOpenWebPlugin.png