- Ný kerfi hjá Tryggingastofnun ríkisins frá OneSystems
Frá vinstri: , Hermann Ólason, framkvæmdarstjóri Upplýsingatæknisviðs TR, Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems og Ragnheiður Birna Björnsdóttir, deildarstjóri hugbúnaðardeildar TR að lokinni undirskrift samnings um kaup á skjalastjórnunarkerfum frá One Systems.
Tryggingastofnun og OneSystems hafa gert með sér samning um kaup og þjónustu á One-skjalavistunarkerfinu. Kerfið er öflugt skjalastjórnunar kerfi sem heldur utan um skjöl, tengiliði og samskipti sem tengjast hverju máli eða ferli svo hægt er að nálgast allar upplýsingar á einum stað. Tilgangurinn með kerfinu er að auðvelda allt utanumhald mála, rekjanleika þeirra og eftirfylgni og öryggi gagna þannig að þjónusta við viðskiptavini verði enn betri.
Megnið af samskiptum TR við viðskiptavini sína tengjast umsóknum vegna réttinda, ákvörðun réttinda, greiðslum og ýmis konar skjöl og tilkynningar svo sem niðurstöðum endurreiknings, greiðsluáætlanir, kvittanir og yfirlit. Fjöldi þessara skjala er umtalsverður. Lausleg talning slíkra skjala vegna TR er um 7 milljónir og vex um 1-2 milljónir á ári og því mikil þörf fyrir að halda skipulega utan um skjöl og mál hjá TR.
OneSystems kerfin byggja á Microsoft stýrikerfum og vef-viðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi. Helstu kostir One kerfa eru léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögnum ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann. Þróunarstefna OneSystems styður MoReq2, kröfur Evrópulanda um gagnsæi, rekjanleika og öryggi.
Nánar um Tryggingastofnun www.tr.is
Frétt Tryggingastofnunar um samninginn
< Fyrri | Næsta > |
---|