JA cPanel

OneSystems Ísland

OneRecords
OneRecords er málakerfi (Records management) sem gerir fyrirtækjum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. » meira
OneLand
OneLand er öflug lausn sem auðveldar byggingarfulltrúaembættum hjá sveitarfélögum að halda utan um mál og öryggi á skjölum. » meira
OneCrmSQL
OneCrm SQL Enterprise er samskipta- og skjalastjórnunarkerfi. Byggir á Microsoft vefviðmóti og keyrir á SQL Server. » meira

Ný kerfi hjá Þjóðskjalasafni Íslands frá OneSystems

- Samið um kaup á skjalastjórnunarkerfi

tjodskjalasafn_undirskrift
Frá Vinstri: Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems, Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, að lokinni undirskrift samnings um kaup á skjalastjórnunarkerfum frá One Systems.

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gert samkomulag um kaup á kerfum frá One Systems. Um er að ræða kerfin:

  • One Records, sem er mála og skjalastjórnunarkerfi sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. Hvert mál hefur ákveðinn líftíma, öryggi, ábyrgðarmann, einkvæmt númer, málaflokkun, málalykil og aðrar upplýsingar sem skipta máli við úrvinnslu málsins.
  • OneArchive, sem er kerfi fyrir skil á rafrænum gögnum úr One kerfum til langtímavörslu hjá Þjóðskjalasafni Íslands

Kerfin byggja á Microsoft stýrikerfum og vef-viðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi. Helstu kostir One kerfa eru léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann.

Um Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalasafn Íslands er skjalasafn íslenska ríkisins og allrar íslensku þjóðarinnar.

Hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands

Þjóðskjalasafn er ekki safn í venjulegri merkingu þess orðs. Það á ekki einungis að varðveita skjöl til vitnis um sögu þjóðarinnar, heldur geymir það mörg skjöl sem eru virk í þeim skilningi að þau hafa eða geta haft gildi fyrir einstaklinga eða hópa. Skjöl í safninu geta fyrirvaralítið orðið hluti samtímans þegar varða um rétt manna, til dæmis í jarðamálum.

Í Þjóðskjalasafni eru nú varðveittir meira en 30 km af skjölum ef mælt er í hillulengd.

Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir frumgögn, sem fyrrum voru nefnd handrit, sem orðið hafa til við opinbera stjórnsýslu í landinu hverju nafni sem þau nefnast. Það er ríkisskjalasafn og er öllum stofnunum ríkisins, fyrirtækjum, félögum sem njóta opinberra styrkja og öllum embættum skylt að skila til safnsins skjölum sínum sem orðin eru 30 ára gömul. Þessir aðilar eru nú um 1000 talsins. Á sama hátt er sveitarfélögum skylt að varðveita skjöl sín og afhenda þau Þjóðskjalasafni til varðveislu, nema þau reki héraðsskjalasafn sem annast þá þetta hlutverk.

Hlutverk Þjóðskjalasafns er ekki síst að tryggja öryggi þegnanna með því að geyma á tryggan hátt mikilvæg gögn sem snerta réttindi ríkis, sveitarfélaga, og þegna landsins. Oftast er um að ræða gögn sem hafa mikið réttarfarslegt gildi auk þess að vera mikilvægar sögulegar heimildir. Íslenskt samfélag hefur tekið gagngerum breytingum á þessari öld. Það leiðir hugann að því hversu mikilvægt það er að vanda til varðveislu þeirra heimilda sem 20. öldin hefur myndað.

Þjóðskjalasafn er jafnframt rannsóknarstofnun í íslenskri sögu og skjalfræðum sem annast söfnun heimilda um sögu þjóðarinnar innan lands og utan. Safnið lætur starfsmenn sína semja skrár um skjalasöfn þau sem í safninu eru og leiðbeiningar um heimildir þær sem í safninu liggja. Rannsóknir á vegum safnsins tengjast fyrst og fremst sagnfræði, og liggur beint við að þær snúist að verulegum hluta um stjórnsýslusögu og sérstök skjalfræðileg viðfangsefni auk þess sem veita þarf ítarleg svör við fræðilegum fyrirspurnum. Til þess að ákvarðanir um skráningu eldri skjalasafna og skipuleg skil stofnana séu markvissar, og þannig sé á málum haldið að notendur safnsins geti í framtíðinni kannað feril viðkomandi stofnunar, þarf að rannsaka sögu hennar og rekja breytingar sem orðið hafa á starfseminni til þess að samhengi þeirra ákvarðana sem teknar voru á hverjum tíma sé skýrt. Þetta á að endurspeglast í skjalasafni viðkomandi aðila.

Þjóðskjalasafn annast ráðgjöf um alla opinbera skjalavörslu sem lýtur að meðferð þeirra gagna sem ekki hefur enn verið skilað. Það gefur út leiðbeiningar um skjalavörslu og gengst fyrir námskeiðum fyrir skjalaverði ráðuneyta og stofnana. Ennfremur hefur Þjóðskjalasafn annast kennslu í skjalfræði í heimspekideild Háskóla Íslands og námskeið fyrir héraðsskjalaverði. Þessir þættir starfseminnar og almenn þjónusta á sviði upplýsinga fara ört vaxandi.

Þjóðskjalasafn Íslands er eina stofnun ríkisins, utan æðstu stjórnvalda, sem nefnd er í stjórnarskránni. Það sýnir ótvírætt virðingu þjóðarinnar fyrir sögunni og kveður á um að varðveita á öruggan hátt heimildir um íslenskt samfélag og menningu.


Um OneSystems

OneSystems er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í hönnun skjala- og málalausna fyrir Microsoft. umhverfið. Starfsmenn OneSystems nota nýjustu forritunartækni ásamt tengingum við önnur tækniumhverfi til að byggja heilstæðar lausnir fyrir Microsoft umhverfið. Bjóðum við upplýsingatæknilausnir sem bæta og efla starfsemi okkar viðskiptavina og auka skilvirkni og framleiðni.

Starfsmenn OneSystems búa yfir mikilli reynslu í gerð hugbúnaðarlausna í Microsoft. umhverfinu. OneSystems hefur fram að færa allt að 50 mismunandi kerfiseiningar sem að henta flestum fyrirtækjum og stofnunum. Auðvelt og fljótlegt er að aðlaga One kerfi að þörfum viðskiptavinarins.

Helstu kostir One kerfa eru, léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann. Árangur OneSystems byggir á náinni samvinnu starfsmanna og góðu sambandi við viðskiptavini fyrirtækisins. OneSystems einsetur sér að veita góða þjónustu og hafa á að skipa fólki sem býr yfir þekkingu sem eins og best gerist á þessu sviði. Helstu viðskiptavinir OneSystems eru fjöldi sveitarfélaga og ríkisfyrirtækja, auk einkarekinna fyrirtækja.

10. janúar 2010

Þjóðskjalasafn Íslands og OneSystems

www.skjalasafn.is

Fréttayfirlit OneSystems - yfirlit allra frétta

 

Sími þjónustudeildar

Þjónustudeild

Samband
sími: 588 1050
og 588 1060
opið: 9-17 virka daga

TeamViewer hjálp í gegnum netið

Söludeild

Söludeildsími. 660-8551
tölvupóstur:

Umsagnir

"Tónastöðin eykur skilvirkni í samskiptum við birgja með OneCrm"
Andrés Helgason framkvæmdastjóri Tónastöðvarinnar

"Í samskiptum við um 300 birgja víðs vegar um heiminn er mikið mál að halda utan um allar viðskiptaupplýsingar. OneCRM kerfið léttir þetta starf verulega og tryggir auðveldan og skjótan aðgang að þeim gögnum sem á þarf að halda hverju sinni."Tónastöðin

Andrés Helgason, framkvæmdarstjóri

OneSystems

OneTask.png