OneTime - Tímaskráningakerfi
- Tímaskráning á mál/verkefni
Hvað er OneTime?
OneTime er tímaskráningakerfi sem byggir á Microsoft stýrikerfum og vef-umhverfi og er viðbót við OneRecords málakerfið. OneTime er tímaskráningarkerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um og skrá þann tíma sem fer í einstök mál, verkefni, verkefnaflokka og eða t.d. eftir tegundum viðskiptavina ofl. OneTime er því kjörið fyrir þá sem að vilja fá meira yfirlit og átta sig á í hvað tíminn fer og e.t.v. skipuleggja sig betur.
Af hverju OneTime?
OneTime er lausn sem auðveldar yfirsýn á vinnu við mál og verkefni fyrirtækisins, stofnunarinnar eða annara sem vinna mikið að verkefnum.
Hverjum hentar OneTime?
OneTime hentar mjög vel t.d. bæjarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum og öllum fyrirtækjum þeim sem hafa mikla málavinnslu, verkefnavinnslu og þar sem verið er að vinna að hópverkefnum.
- OneTime auðveldar og flýtir fyrir samantekt tíma á mál, verkefni og málaflokka.
- OneTime starfsmenn skrá tíma á mál og verkefni sem unnið er í og hægt að sjá yfirlit yfir hve mikinn tíma mál eða verkefni taka.
- OneTime tengist við umhverfi notanda t.d. Word, Excel, Outlook o.s.frv.
- Hægt að fá yfirlit yfir tíma í ákveðnum málaflokkum, tegundum mála, eftir starfsmönnum, viðskiptavinum, málsaðilum ofl.
- Auðvelt er að aðlaga og breyta OneTime.
Kröfur:
Biðlari: Windows XPpro/Win7 Internet Explorer 7.0 / 8.0 eða nýrri.
Miðlari: Windows 2003/2008 Vefþjónn eða nýrri, MS SQL 2005/2008 eða nýrri.
Biðlari: Windows XPpro/Win7 Internet Explorer 7.0 / 8.0 eða nýrri.
Miðlari: Windows 2003/2008 Vefþjónn eða nýrri, MS SQL 2005/2008 eða nýrri.
< Fyrri | Næsta > |
---|