Sjúkratryggingar Íslands hafa fest kaup á One mála og skjalakerfi fyrir starfsemi sína. Kerfin eru ný kynslóð kerfa frá OneSystems og byggja á Microsoft SQL gagnagrunni.
Kerfið verður framtíðarkerfi Sjúkratrygginga sem samþætt verður við helstu kerfi stofnunarinnar þannig að úrvinnsluferlar og afgreiðsluferlar verði með sem bestu móti.
Alls munu yfir 120 starfsmenn stofnunarinnar hafa aðgang að One kerfunum.
Kerfin munu tryggja að öll mál og erindi rati í réttan farveg og úrvinnslu innan SÍ.
Fyrirhugað er að tengja kerfið við vefsíðu Sjúkratrygginga og/eða Tryggingarstofnunar Ríkisins og verður þaðan hægt að veita margvíslega þjónustu með rafrænum og sjálfvirkum hætti. Uppsetning og innleiðing hefst á næstu vikum.
• vefur Sjúkratrygginga Íslands
< Fyrri | Næsta > |
---|