Rafæn skilríki eru nú óðast að hasla sér völl hjá íbúum og þegnum Íslands, skv. heimildum þá hafa fyrstu 500 skilríkin hafa verið gefin út á Debetkort á Íslandi og framhaldið lofar góðu. Tvennskonar skilríki eru sett á Debetkortin, auðkennisskilríki og undirskriftarskilríki. Auðkennið er notað til að skrá sig inn/auðkenna sig inn á læst svæði vefja með öruggum hætti, svo sem íbúagáttir sveitarfélaga, heimabanka og ríkisskattstjóra svo eitthvað sé nefnt. En undirskriftarskilríki er til þess að skrifa undir skjöl með rafrænum öruggum hætti.
OneSystems hefur tekið virkan þátt í prófunum og þróun á rafrænum innskráningum og undirskiftum hérlendis og einnig erlendis.
< Fyrri | Næsta > |
---|