Samið um kaup á mála- og skjalastjórnunarkerfi
- Ný kerfi hjá skrifstofu forseta Alþingis frá OneSystems
Skrifstofa forseta Alþingis hefur gert samkomulag um kaup á kerfum frá OneSystems. Um er að ræða kerfin:
- One CRM, samskipta- og skjalastjórnunarkerfi. Kerfið kemur skipulagi á öll skjöl, svo sem Word, Excel, tölvupóst, skönnuð skjöl, myndir o.s.frv.
- One Records, málakerfi sem gerir mögulegt að stofna mál og flokka skjöl undir þau. Hvert mál hefur ákveðinn líftíma, öryggi, ábyrgðarmann, einkvæmt númer, málaflokkun, bréfalykil og aðrar upplýsingar sem skipta máli við úrvinnslu málsins.
Öll kerfin byggja á Microsoft stýrikerfi og vef-viðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi. Helstu kostir One kerfa eru léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notendur.
Mynd frá Austurvelli, Alþingi og Dómkirkjan.
Skrifstofa Alþingis leitaði eftir einföldu og notendavænu kerfi til að halda utan um skjöl embættisins. Að vel athuguðu máli var niðurstaðan að kerfin frá OneSystems uppfylla allar þarfir sem fyrir lágu. Kerfin hafa verið sett upp og verða tekin í notkun á næstu vikum.
Hlutverk skrifstofu Alþingis er að vera forseta Alþingis og skrifstofustjóra til aðstoðar. Skrifstofan hefur á hendi úrlausn sérhæfðra verkefna er lúta einkum að lögfræðilegri ráðgjöf og alþjóðastarfi forseta en auk þess hefur skrifstofan umsjón með skjalasafni Alþingis og sinnir sameiginlegu skrifstofuhaldi fyrir forseta og skrifstofustjóra. Skrifstofa forseta tekur við þeim erindum sem beint er til Alþingis, öðrum en þeim sem beint er til fastanefnda. Skrifstofa Alþingis annast margvíslega þjónustu við þingmenn og þá sem leita þurfa upplýsinga eða með erindi sín til þingsins.
Gildi skrifstofu Alþingis:
- Þjónustulund: Við göngum til verka af jákvæðni, lipurð og hógværð.
- Fagmennska: Við leysum verkefni okkar af ábyrgð, metnaði og þekkingu. Við temjum okkur víðsýni og hlutleysi í störfum.
- Samvinna: Við vinnum saman með jafnræði, sanngirni og virðingu að leiðarljósi.
< Fyrri | Næsta > |
---|