OneSystems Ísland ehf. óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í fjölbreytt verkefni á sviði Microsoft™ forritunar.
Við leitum að orkumiklum og skemmtilegum einstaklingum til starfa; fólki sem hefur getu og þor til að axla ábyrgð og takast á við krefjandi verkefni. Krafa um sjálfstæð og öguð vinnubrögð og þroskaða samskiptahæfileika. Starfsfólk fyrirtækisins vinnur í framsæknum hópi besta UT-fólks landsins. Í boði eru góð laun fyrir réttan einstakling og spennandi verkefni hjá ört vaxandi fyrirtæki.
Hæfniskröfur:
• Lágmark þriggja ára reynsla af forritun.
• Háskólamenntun – til dæmis tölvunar eða kerfisfræði.
• Þekking og reynsla á, JavaScript, C#.
• Reynsla af forritun í Microsoft umhverfi (.NET/ASP) og MS SQL.
• Reynsla af vefforritun.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri ([email protected])
|